Golf

Frábær frammistaða Ólafíu sem komst örugglega í gegnum niðurskurðinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn spilaði frábært golf í dag.
Ólafía Þórunn spilaði frábært golf í dag. mynd/golf.is/sigurður elvar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni og fer fram á Las Colinas vellinum í Texas.

Ólafía lék hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og er samtals á einu höggi undir pari.

Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við þrjú högg yfir pari.

Ólafía fór frábærlega af stað og fékk fjóra fugla á fyrstu níu holunum. Hún lék seinni níu holurnar á parinu og endaði því á fjórum höggum undir pari.

Ólafía er núna í 29.-42. sæti á mótinu en ekki hafa allir kylfingar lokið leik.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira