Golf

Frábær frammistaða Ólafíu sem komst örugglega í gegnum niðurskurðinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn spilaði frábært golf í dag.
Ólafía Þórunn spilaði frábært golf í dag. mynd/golf.is/sigurður elvar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni og fer fram á Las Colinas vellinum í Texas.

Ólafía lék hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og er samtals á einu höggi undir pari.

Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við þrjú högg yfir pari.

Ólafía fór frábærlega af stað og fékk fjóra fugla á fyrstu níu holunum. Hún lék seinni níu holurnar á parinu og endaði því á fjórum höggum undir pari.

Ólafía er núna í 29.-42. sæti á mótinu en ekki hafa allir kylfingar lokið leik.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira