Lottóvinningur þegar heilu húsaraðirnar voru keyptar upp Snærós Sindradóttir skrifar 29. apríl 2017 07:00 Verktakafyrirtækið Jáverk hefur fest kaup á nánast hverju einasta húsi við göturnar Háveg, Skólatröð og Álftröð í Kópavogi. Vísir/Eyþór Verktakafyrirtækið Jáverk hefur fest kaup á nánast hverju einasta húsi við göturnar Háveg, Skólatröð og Álftröð í Kópavogi. Heimildir Fréttablaðsins herma að eignirnar hafi verið mikið yfirboðnar og í nokkrum tilvikum hafi eigendur selt húsin með tugmilljóna króna hagnaði. Ekkert deiluskipulag er á svæðinu og ekkert vilyrði liggur fyrir frá bænum um hvort Jáverk fær að skipuleggja svæðið eins og hugmyndir fyrirtækisins gera ráð fyrir. „Við eigum eftir að ræða þetta við sveitarfélagið og þetta er bara einhver framtíðar spekúlasjón. Það er ekkert fast í hendi,“ segir Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks. Húsin sem þarna standa eru einbýlishús og byggð upp úr 1950. Húsin eiga það sammerkt að standa á stórum lóðum og mörg hver eru farin að krefjast mikils viðhalds og endurnýjunar. Jáverk bauð íbúum svæðisins, sem ekki hugðu á flutninga, verð sem „varla var hægt að hafna“. Þeir íbúar sem Fréttablaðið hefur rætt við tala sumir um að hafa dottið í lukkupottinn eða fengið lottóvinning. „Ég held að það hljóti nú allir að vera pínu glaðir með eitthvað þarna. Vissulega er fólk að fá gott verð fyrir íbúðirnar. Við erum að tala um yfirverð miðað við ástand fasteignanna en þetta er engin vitleysa. Auðvitað erum við að veðja á að lóðirnar nýtist okkur betur til framtíðar og þá er sjálfsagt að íbúðareigendur njóti þess að einhverju leyti líka,“ segir Gylfi. Hugmyndir Jáverks gera ráð fyrir að fjölbýlishús verði byggð á svæðinu. Engin vilyrði eru komin um slíkt. „Við þurfum, þegar þar að kemur, að vinna eitthvert skipulag með bænum og hlökkum auðvitað til þess því Kópavogur hefur verið framsýnn í svoleiðis málum. Við höfum ekki samið við þá enda eigum við ekki allar eignirnar.“ Göturnar þykja vel staðsettar, eru nálægt almenningssamgöngum, skólum, sundlauginni og helstu umferðaræðum Kópavogs. Heimildir Fréttablaðsins herma að bæjarfulltrúar í Kópavogi séu hissa yfir umsvifum Jáverks. Vísbendingar séu um að vinna sé hafin við að kaupa upp önnur svæði í bænum. Fulltrúar meirihlutans hafa teiknað umsvif þeirra upp á kort og virt fyrir sér svæðin sem Jáverk leggur undir sig. Þó mæti verktökunum ekki neikvætt viðhorf um mögulega uppbyggingu á svæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir að Jáverk hafi ekkert vilyrði fyrir því að deiliskipulagsbreyting verði eftir þeirra höfði. „Bærinn hefur ekki gefið nein vilyrði fyrir þessu og kemur á engan hátt að þessu máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Verktakafyrirtækið Jáverk hefur fest kaup á nánast hverju einasta húsi við göturnar Háveg, Skólatröð og Álftröð í Kópavogi. Heimildir Fréttablaðsins herma að eignirnar hafi verið mikið yfirboðnar og í nokkrum tilvikum hafi eigendur selt húsin með tugmilljóna króna hagnaði. Ekkert deiluskipulag er á svæðinu og ekkert vilyrði liggur fyrir frá bænum um hvort Jáverk fær að skipuleggja svæðið eins og hugmyndir fyrirtækisins gera ráð fyrir. „Við eigum eftir að ræða þetta við sveitarfélagið og þetta er bara einhver framtíðar spekúlasjón. Það er ekkert fast í hendi,“ segir Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks. Húsin sem þarna standa eru einbýlishús og byggð upp úr 1950. Húsin eiga það sammerkt að standa á stórum lóðum og mörg hver eru farin að krefjast mikils viðhalds og endurnýjunar. Jáverk bauð íbúum svæðisins, sem ekki hugðu á flutninga, verð sem „varla var hægt að hafna“. Þeir íbúar sem Fréttablaðið hefur rætt við tala sumir um að hafa dottið í lukkupottinn eða fengið lottóvinning. „Ég held að það hljóti nú allir að vera pínu glaðir með eitthvað þarna. Vissulega er fólk að fá gott verð fyrir íbúðirnar. Við erum að tala um yfirverð miðað við ástand fasteignanna en þetta er engin vitleysa. Auðvitað erum við að veðja á að lóðirnar nýtist okkur betur til framtíðar og þá er sjálfsagt að íbúðareigendur njóti þess að einhverju leyti líka,“ segir Gylfi. Hugmyndir Jáverks gera ráð fyrir að fjölbýlishús verði byggð á svæðinu. Engin vilyrði eru komin um slíkt. „Við þurfum, þegar þar að kemur, að vinna eitthvert skipulag með bænum og hlökkum auðvitað til þess því Kópavogur hefur verið framsýnn í svoleiðis málum. Við höfum ekki samið við þá enda eigum við ekki allar eignirnar.“ Göturnar þykja vel staðsettar, eru nálægt almenningssamgöngum, skólum, sundlauginni og helstu umferðaræðum Kópavogs. Heimildir Fréttablaðsins herma að bæjarfulltrúar í Kópavogi séu hissa yfir umsvifum Jáverks. Vísbendingar séu um að vinna sé hafin við að kaupa upp önnur svæði í bænum. Fulltrúar meirihlutans hafa teiknað umsvif þeirra upp á kort og virt fyrir sér svæðin sem Jáverk leggur undir sig. Þó mæti verktökunum ekki neikvætt viðhorf um mögulega uppbyggingu á svæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir að Jáverk hafi ekkert vilyrði fyrir því að deiliskipulagsbreyting verði eftir þeirra höfði. „Bærinn hefur ekki gefið nein vilyrði fyrir þessu og kemur á engan hátt að þessu máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent