Enski boltinn

Barkley kýldur kaldur á djamminu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barkley hefur verið öflugur eftir áramót.
Barkley hefur verið öflugur eftir áramót. vísir/getty
Ross Barkley átti góðan leik þegar Everton vann 4-2 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Barkley skellti sér svo á djammið um kvöldið til að fagna góðum sigri. Þar var miðjumaðurinn öflugi ekki jafn heppinn. Barkley var nefnilega kýldur kaldur.

Merseyside-lögreglan hefur staðfest að hún sé að rannsaka myndbrot úr öryggismyndavél þar sem Barkley sést laminn.

Barkley sést tala við árásarmanninn, að því er virðist í rólegheitum, áður en hann kýlir Everton-manninn niður. Everton hefur ekki enn svarað fyrirspurnum enskra fjölmiðla um málið.

Barkley hefur spilað mjög vel fyrir Everton eftir áramót. Hann er alls kominn með fjögur mörk og átta stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Ævintýri Shakespeare á enda

Öll góð ævintýri verða einhvern tímann að enda og ótrúleg byrjun Leicester City undir stjórn Craig Shakespeare endaði á Goodison Park í gær. Everton tapar ekki leik á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×