Enski boltinn

Pochettino: Alli er besti ungi leikmaðurinn í Evrópu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alli er í miklum metum hjá Pochettino.
Alli er í miklum metum hjá Pochettino. vísir/getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur mikið álit á lærisveini sínum, Dele Alli, og segir að hann sé besti ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag.

Alli hefur verið frábær að undanförnu og er kominn með 16 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Alli hefur nú komið með beinum hætti að 40 mörkum í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til Tottenham frá MK Dons. Alli hefur átt þátt í fleiri mörkum fyrir 21 árs afmælið sitt, sem er á morgun, en þeir Frank Lampard (15), Steven Gerrard (13) og David Beckham (12) náðu samanlagt á sama aldri.

„Það er ótrúlegt,“ sagði Pochettino, aðspurður um þennan samanburð. „Hann er óreyndur en frábær. Fyrst og fremst er hann frábær strákur, indælis manneskja. Og svo er hann frábær leikmaður.“

Pochettino var því næst spurður hvort Alli væri besti ungi leikmaður Evrópu?

„Ég held það, miðað við aldur hans og hverju hann hefur áorkað. Ef hann er ekki bestur er hann klárlega einn af þeim bestu,“ sagði Argentínumaðurinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×