Enski boltinn

Fengið sjö gul spjöld fyrir fagnaðarlæti á undanförnum fimm árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Firmino leyfði áhorfendum að sjá magavöðvana.
Firmino leyfði áhorfendum að sjá magavöðvana. vísir/getty
Roberto Firmino tryggði Liverpool öll stigin þrjú gegn Stoke City á laugardaginn var.



Markið var glæsilegt og Firmino var að vonum ánægður með það. Svo ánægður að hann reif sig úr að ofan. Reglum samkvæmt gaf Mike Dean, dómari leiksins, Firmino gula spjaldið fyrir fagnaðarlætin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Firmino er spjaldaður fyrir að fagna með svipuðum hætti. Raunar er þetta sjöunda gula spjaldið sem Firmino fær fyrir að fagna of innilega frá og með tímabilinu 2012-13. Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur verið spjaldaður jafn oft fyrir fagnaðarlæti og Firmino á þessum tíma.

Firmino fékk fjögur af þessum gulu spjöldum þegar hann var leikmaður Hoffenheim og hefur nú fengið þrjú gul spjöld fyrir fagnaðarlæti í búningi Liverpool.

Brasilíumaðurinn kom til Liverpool frá Hoffenheim sumarið 2015. Firmino hefur skorað 22 mörk í 85 leikjum fyrir Rauða herinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×