Enski boltinn

Chris Sutton um Arsen(e)al: Ekki lengur hinir ósigrandi heldur hinir ósýnilegu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger og leikmenn hans ganga af velli í gær.
Arsene Wenger og leikmenn hans ganga af velli í gær. Vísir/Getty
Chris Sutton, fyrrum leikmaður Blackburn Rovers og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og núverandi knattspyrnuspekingur á BBC, segir að Arsene Wenger verði að hætta sem knattspyrnustjóri Arsenal-liðsins.

Sutton fór ekki í felur með sína skoðun á stöðu mála hjá Arsenal eftir 3-0 skell liðsins á útivelli á móti Crystal Palace í gær.  Þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð á útivelli sem hefur aldrei gerst áður í tveggja áratuga stjórnartíð Arsene Wenger.

„Einu sinni voru var Arsene Wenger knattspyrnustjóri hinna ósigrandi. Núna stýrir hann hinum ósýnilegu. Hann verður að fara því leikmennirnir hans eru ekki að hlusta á hann,“ sagði Chris Sutton í útvarpi BBC.   

Arsenal varð síðast enskur meistari undir stjórn Arsene Wenger tímabilið 2003-04 en liðið tapaði þá ekki leik allt tímabilið.  Wenger gerði liðið líka að meisturum 1998 og 2002. Nú eru hinsvegar þrettán ár liðið frá síðasta Englandsmeistaratitli og nú lítur út fyrir að liðið sé að missa af Meistaradeildarsætinu.

„Stærsta vandamálið hjá Arsenal er að það er Arsene Wenger sjálfur sem mun taka ákvörðunina um hans eigin framtíð. Ég skil það ekki. Eigendurnir ættu að ráða þessu,“ sagði Sutton.

„Þeir hljóta að skamma sín fyrir þessa frammistöðu. Þeir höltruðu þarna inná vellinum. Þeir voru yfirspilaðir af liði sem er í fallbaráttu. Þetta var sorgleg frammistaða,“ sagði Sutton.


Tengdar fréttir

Wenger: Þetta er áhyggjuefni

Arsene Wenger er búinn að stýra Arsenal í rúmlega 1.100 leikjum en hefur aldrei lent í öðru eins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×