Handbolti

Sektaðir fyrir „fokkaðu þér, Óskar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skjáskot af leikskýrslunni.
Skjáskot af leikskýrslunni. vísir/skjáskot
Aganefnd HSÍ hefur sektað ÍBV um 25 þúsund krónur vegna ummæla stuðningsmanna liðsins í fyrsta leik Eyjamanna gegn Val í átta liða úrslitum Olís-deildar karla á sunnudag.

Leikurinn fór fram í Eyjum á sunnudag, en í deildarleik liðanna skömmu áður rifust Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eins og hundur og köttur.

Menn létu miður falleg ummæli falla og Arnar Pétursson sagði meðal annars „fokkaðu þér Óskar" við kollega sinn hjá Val þegar upp úr sauð milli liðanna.

Þeir komu síðan báðir fram í viðtölum hér á Vísi þar sem Arnar sagðist meðal annars hafa hagað sér eins og krakki í tíu sekúndur.

Í leik liðanna í Eyjum á sunnudag kölluðu stuðningsmenn Eyjamanna í átt að Óskari „Fokkaðu þér Óskar," en dómarar leiksins skrifuðu þetta í skýrslu sína eftir leik.

Í dómi aganefndar segir meðal annars að „ Í málinu er óumdeilt að á meðan leik stóð gerðu áhangendur ÍBV ítrekað hróp að þjálfara Vals. Að mati nefndarinnar eru hróp þessi og orð sem viðhöfð voru vítaverð framkoma gagnvart viðkomandi starfsmanni, þótt þau kunni að hafa verið sett fram af gamansemi."

ÍBV var eins og áður segir sektað um 25 þúsund krónur, en liðin mætast öðru sinni í kvöld. Það er spurning hvort að einhver segi einhverjum að fokka sér í Vals-höllinni í kvöld.


Tengdar fréttir

„Fokkaðu þér“

Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, lét kollega sinn hjá Valsmönnum, Óskar Bjarna Óskarsson, heyra það svo um munaði í leik liðanna í Olís-deild karla í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×