Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin bíður Brighton-manna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Knockaert skoraði bæði mörk Brighton í dag.
Anthony Knockaert skoraði bæði mörk Brighton í dag. vísir/getty
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Brighton spili í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Brighton vann 0-2 útisigur á Wolves í dag og er nú með fimm stiga forskot á Newcastle United á toppi ensku B-deildarinnar.

Næsta umferð deildarinnar fer fram á annan í páskum og svo gæti farið að Brighton tryggði sér úrvalsdeildarsætið þá.

Anthony Knockaert skoraði bæði mörk Brighton í dag en Frakkinn hefur verið frábær í vetur og skorað 15 mörk og gefið átta stoðsendingar í B-deildinni.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Wolves og lék fyrstu 76 mínúturnar. Úlfarnir sigla lygnan sjó í 15. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×