Innlent

Sigur Rós hannar kannabisnammi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Meðlimir Sigur Rósar sjást hér í Game of Thrones.
Meðlimir Sigur Rósar sjást hér í Game of Thrones. HBO
Hljómsveitin Sigur Rós hefur í samstarfi við kannabisframleiðandann Lord Jones hannað kannabissælgæti að nafni Wild Sigurberry. Er um að ræða hlaup með virku efnunum í kannabis, THC og CBD.  Er það til í þremur tegundum, með brómberja-, jarðarberja- og bláberjabragði.

Frá þessu greina erlendir miðlar á borð við Pitchfork og Rolling Stone.

Ekki verður hægt að nálgast nammið í verslunum hér á landi enda er sala kannabisefna ólögleg á Íslandi. Til stendur að selja nammið í verslunum í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem og á vefsíðu Lord Jones en kannabis er löglegt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna.

Til að fagna nýju vörunni munu Sigur Rós og Lord Jones standa fyrir tónleikum í Hollywood á þriðjudag. Verður gestum boðið að smakka sælgætið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×