Formúla 1

Bottas: Við græðum ekkert á að láta okkur dreyma um morgundaginn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Valtteri Bottas fagnar eftir að hafa náð sínum fyrsta ráspól.
Valtteri Bottas fagnar eftir að hafa náð sínum fyrsta ráspól. Vísir/Getty

Valtteri Bottas náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 á Mercedes bílnum. Þetta er 18. ráspól Mercedes liðsins í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

„Ég er mjög ánægður að ná mínum fyrsta ráspól. Ég vona að þetta verði sá fyrsti af mörgum. Við höfum náð miklum hraða út úr bílnum í kaldari kvöldaðstæðunum. Við náðum að fínstilla jafnvægið í bílnum og þá gat ég sett saman góðan hring. Við græðum ekkert á því að láta okkur dreyma um hvað getur gerst á morgun. Við þurfum bara að einbeita okkur að keppninni núna,“ sagði Bottas.

„Fyrri hringurinn í þriðju lotu var góður en ég var hægari en aðrir á fyrsta tímatökusvæðinu. Svona ætti tímatakan alltaf að vera, munurinn á að vera lítill. Þá erum við allir á tánum og það kallar fram fleiri frábær tilþrif,“ sagði Lewis Hamilton.

„Ég var mjög sáttur við fyrsta hringinn í þriðju lotu, þangað til ég sá að þeir voru báðir á undan mér. Ég reyndi aðeins of mikið í seinni tilrauninni,“ sagði Sebastian Vettel sem var um hálfri sekúndu á eftir Bottas.

„Það er stórt augnablik á ferli allra Formúlu 1 ökumanna að ná sínum fyrsta ráspól. Liðið er í góðum málum þegar þeir setja pressu á hvorn annan. Bilið í Ferrari er frekar langt en þeir gætu hafa sett upp bílana meira fyrir keppni en tímatöku,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.

Þrír hröðustu menn dagsins; Sebastian Vettel, Valtteri Bottas og Lewis Hamilton. Vísir/Getty

„Ég er ánægður með tímatökuna, þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst í þriðju lotuna og fékk heilan klukkutíma af tímatöku,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 10. á Renault.

„Það er erfitt að ná fullkomnum hring í tómatökunni. Ég er bara varkár með væntingarnar. Við áttum góða tímatöku í síðustu viku en svo fór sunnudagurinn úrskeiðis. ,“ sagði Nico Hulkenberg sem varð sjöundi á Renault bílum í dag.

„Við vorum búin að gera okkur vonir um að ræsa af annarri rásröð ef allt gegni upp og okkur tókst það. Hringurinn hjá Kimi [Raikkonen] hefur átt erfiðan hring,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði í dag á Red Bull bílnum.


Tengdar fréttir

Valtteri Bottas á ráspól í Barein

Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari.

Button tekur sæti Alonso í Mónakó

Fernando Alonso kom öllum á óvart í vikunni þegar hann tilkynnti að hann myndi sleppa Mónakó kappakstrinum í ár til að taka þátt í Indy 500 kappakstrinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira