Erlent

Þúsundum flóttamanna bjargað um helgina

Fjöldi flóttafólks hættir sér sjóleiðina yfir til Evrópu í leit að betra lífi.
Fjöldi flóttafólks hættir sér sjóleiðina yfir til Evrópu í leit að betra lífi. Vísir/AFP
Þúsundum flóttamanna var bjargað úr sjó við strendur Líbíu um helgina. Meira en 2000 manns var bjargað á föstudaginn langa og 3000 í gær, samkvæmt ítölsku landhelgisgæslunni.

Minnst sjö manns létust í einni af björgunaraðgerðunum. Meðal þeirra látnu var átta ára drengur.

Björgunarsamtökin Moas hófu björgunarstörf snemma á laugardagsmorgun og héldu aðgerðirnar áfram án hléa langt fram á páskasunnudag.

Þá tóku samtökin Læknar án landamæra einnig þátt í björgunaraðgerðum helgarinnar ásamt öðrum hjálparsamtökum.

Slíkar björgunaraðgerðir eru algengar við strendur Líbíu, þar sem smyglarar yfirfylla báta þannig að ferðin yfir til Evrópu verður enn hættulegri. Slíkar ferðir eru þó ekki jafn algengar í dag og þær voru fyrir um tveimur árum þegar þær voru í hámæli en talið er að þeim fari fjölgandi með vorinu þegar veður fer hlýnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×