Körfubolti

Þórsarar Scania Cup-meistarar eftir alíslenskan úrslitaleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scania Cup meistarar Þórs frá Akureyri.
Scania Cup meistarar Þórs frá Akureyri. mynd/jóhannes baldur guðmundsson

Tíundi flokkur Þórs Ak. vann Stjörnuna, 93-69, í alíslenskum úrslitaleik á Scania Cup, boðsmóti bestu liða Norðurlandanna í körfubolta.

Baldur Örn Jóhannesson og Júlíus Orri Ágústsson. Sá fyrrnefndi var valinn maður úrslitaleiksins og sá síðarnefndi var útnefndur Scania Cup King. mynd/jóhannes baldur guðmundsson

Þetta er annað árið í röð sem þessi árgangur Þórs, strákar fæddir árið 2001, fer í úrslit á Scania Cup. Í fyrra komu þeir heim með silfrið en í ár fengu þeir gullpeninga um hálsinn.

Þórsarar voru 10 stigum yfir í hálfleik, 45-35, og lönduðu að lokum öruggum sigri, 93-69.

Baldur Örn Jóhannesson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Samherji hans, Júlíus Orri Ágústsson, var valinn Scania Cup King.

Júlíus Orri og Stjörnumaðurinn Dúi Þór Jónsson voru valdir í úrvalslið mótsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira