Fótbolti

Myrtur á fótboltaleik í Argentínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér sést er Balbo er hent úr stúkunni. Hann lifði fallið ekki af.
Hér sést er Balbo er hent úr stúkunni. Hann lifði fallið ekki af. vísir/epa
Knattspyrnuáhugamaður í Argentínu er látinn tveimur dögum eftir að honum var hrint úr stúkunni af reiðum hópi stuðningsmanna Belgrano.

Hinn látni hét Emanuel Balbo og var aðeins 22 ára gamall. Atvikið átti sér stað á leik Belgrano og Talleres.

Balbo var sakaður um að vera laumustuðningsmaður Talleres í stúkunni og réðust nokkrir stuðningsmenn Belgrano að honum í kjölfarið.

Þeir tóku sig til og hrintu honum úr stúkunni. Hann féll fimm metra og lenti á hausnum.

Farið var með Balbo á spítala þar sem hann var úrskurðaður heiladauður. Hann lést svo tveim dögum síðar.

Búið er að handtaka fjóra menn vegna málsins.

Yfir 40 manns hafa látist í fótboltaátökum í Argentínu á síðustu fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×