Fótbolti

Sacchi sér mikið eftir Berlusconi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arrigo Sacchi var frábær þjálfari.
Arrigo Sacchi var frábær þjálfari. vísir/getty
Fyrrum þjálfari AC Milan, Arrigo Sacchi, er mjög leiður yfir því að Silvio Berlusconi skuli ekki eiga ítalska félagið lengur.

Hinn skrautlegi Berlusconi seldi AC Milan til kínverskra fjárfesta á dögunum en hann hafði þá verið eigandi félagsins í 31 ár.

Sacchi vann Evrópukeppni meistaraliða tvisvar og deildina einu sinni sem þjálfari Milan.

„Svona er fótboltinn í dag en mér finnst þetta afar sorglegt. AC Milan er ekki lengur tengt við nafn Berlusconi. Þetta eru mikil tímamót,“ sagði Sacchi sem þjálfaði einnig ítalska landsliðið.

„Fyrir mér er AC Milan fjölskylda og frá því salan gekk í gegn erum við öll munaðarlaus. Berlusconi var byltingarsinni. Þar snérist allt um að vinna og sýna heiminum hvað fótboltinn er fallegur. Fram að þeim tíma snérist allt um úrslit hjá ítölskum liðum og fótboltinn var í öðru sæti. Það er engin tilviljun að með komu Berlusconi fóru ítölsk félög að mæta reglulega í úrslitaleiki Evrópukeppna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×