Innlent

Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn ruddist inn í apótekið, vopnaður öxi. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Maðurinn ruddist inn í apótekið, vopnaður öxi. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. vísir/stefán
Maðurinn sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þetta staðfesti Margeir Sveinsson, aðsoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi nú fyrir skömmu.

Maðurinn var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur fallist á gæsluvarðhaldskröfuna.

Glæpurinn er litinn mjög alvarlegum augum en maðurinn ruddist inn í apótekið vopnaður öxi, hótaði starfsfólki og komst undan með feng. Hann ók svo utan í nokkra bíla á flóttanum.

Eftirför lögreglu lauk með því að ekið var utan í bíl mannsins og hann stöðvaður þannig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×