Skoðun

Fiskeldi í lokuðum kerfum í sókn

Gísli Sigurðsson skrifar
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis þar til fyrir skemmstu, skrifar grein í Fréttablaðið 10. apríl og bendir réttilega á að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina. Gallinn er sá að fiskeldi í opnum sjókvíum mengar með skólpi og matar- og lyfjaafgöngum.



Missa uppsafnaða hæfileika sína



Auk þess magnast sjúkdómar upp og berast í villta fiskstofna. Lúsafaraldrar verða líka viðvarandi í kringum sjókvíaeldi og lýsnar drepa sjóbleikju, sjóbirting og gönguseiði laxa í 100- 200 km fjarlægð. Loks sleppur fiskur stöðugt úr sjókvíaeldi og sleppilax getur farið upp í ár í allt að 2.000 km fjarlægð þar sem hann hrygnir og blandast villtum stofnum sem veiklast og missa uppsafnaða hæfileika sína til að lifa af.

Gangi núverandi eldisáform hér á landi fram er stutt í að sleppilaxar úr því risaeldi verði fleiri en villtir laxar á Íslandi. Sem þýðir bara eitt: útrýmingu villta laxastofnsins. Við það bætist hrun sjóbleikju- og sjóbirtingsstofna. Þetta hefur nú þegar gerst í kringum opið sjókvíaeldi í Noregi, Skotlandi og Kanada.



Hægt að stunda laxeldi í lokuðum kerfum



Það er erfitt að skilja hvernig nokkrum manni dettur í hug að reyna að bæta atvinnuástand í dreifðum byggðum með því að fórna öllum villtum stofnum laxfiska sem ganga til sjávar við Ísland.

Og það verður enn erfiðara að skilja það þegar hægt er að stunda laxeldi í lokuðum kerfum, ýmist á landi eða í sjó, sem hefur ekki þessi neikvæðu umhverfisáhrif. Við þurfum fiskeldi. Bara ekki í opnum sjókvíum.


Tengdar fréttir

Fiskeldi í heiminum er í sókn

Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×