Körfubolti

Bulls í góðri stöðu gegn Boston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rondo var sínu gamla félagi erfiður í nótt.
Rondo var sínu gamla félagi erfiður í nótt. vísir/getty

Boston var besta liðið í Austurdeildinni í vetur en það er ekki að gefa liðinu neitt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Boston er búið að tapa fyrstu tveim leikjunum á heimavelli gegn Chicago Bulls og er komið í erfiða stöðu gegn Nautunum.

Reynsluboltarnir í liði Chicago voru drjúgir í nótt. Rajon Rondo skoraði 11 stig, gaf 14 stoðsendingar o tók 9 fráköst á meðan Dwyane Wade skoraði 22 stig. 16 stig komu í seinni hálfleik.

Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Celtics með 20 stig.

Boston er fyrsta liðið sem vinnur sína deild sem tapar fyrstu tveim leikjunum í seríu síðan Phoenix Suns gerði það árið 1993. Suns kom til baka í því einvígi gegn LA Lakers þannig að það er von fyrir Boston.

Úrslit (staða í einvígi):

Toronto-Milwaukee  106-100 (1-1)
Boston-Chicago  97-111 (0-2)
LA Clippers-Utah  99-91 (1-1)

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira