Enski boltinn

Mignolet hannaði eigin blöndu af kaffi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simon Mignolet.
Simon Mignolet. Vísir/Getty

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, hefur ekki setið auðum höndum í frítíma sínum en síðastlðið haust opnaði hann svokallaðan kaffibar í Sint-Truiden, heimabæ sínum í Belgíu, ásamt bróður sínum.

Staðurinn heitir „Twenty Two Coffee“ og er það tilvísun í treyjunúmer hans hjá Liverpool.

Og nú hefur hann kynnt sitt eigið kaffi á staðnum sem hefur fengið nafnið „Twenty Two Inspired“. Er aðeins hægt að drekka þessa einstöku kaffiblöndu á kaffibarnum þeirra bræðra í Belgíu.

„Það var eðlilegt skref fyrir mig að búa til mína eigin kaffiblöndu eftir að staðurinn var opnaður,“ sagði Mignolet sem sagði kaffið blöndu af brasilísku og búrúndísku kaffi.

„En það er líka með mikinn ávaxtakeim og bragðmikið.“

Hann segir að það séu engar tilviljanir í störfum hans fyrir veitingastaðinn sinn. „Það er mikil vinna sem fer í þetta og ég hef hugsað mikið um þetta í frítíma mínum.“

„Kaffi veitir mér innblástur og ég hef séð bari eins og þessa njóta velgengni í Englandi. Af hverju ekki hér líka?“

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Mignolet um nýju kaffiblönduna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira