Viðskipti innlent

Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá opnun Borðsins, Rakel Eva Sævarsdóttir er hér til hægri.
Frá opnun Borðsins, Rakel Eva Sævarsdóttir er hér til hægri. Borðið

Rakel Eva Sævarsdóttir, einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri.

Eins og Vísir greindi frá í morgun leiddu mistök af hálfu borgarinnar til þess að í fyrstu var tekið með jákvæðum hætti í umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamáli synjaði þó beiðninni, ekki síst á þeim á forsendum að Ægissíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Lög kveða á um að til að hljóta vínveitingaleyfi þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna.

Sjá einnig: Mistök borgarinnar kosta Borðið vínið

Það að Ægisíða sé ekki flokkuð sem aðalgata segir Rakel Eva vera ekkert nema skipulagsklúður og til marks um mismunun. Eins og fram kemur í kæru Borðsins sé gatan stofnæð fyrir fjölda fólks vestur í bæ og á Seltjarnarnesi. Þar sé mikil umferð og tveir strætisvagnar aki um götuna. Þar að auki „hefur verið starfræktur rekstur í þessu rými síðan húsið var byggt,“ eins og Rakel orðar það á Facebook.

Synjun borgarinnar hafi valdið forsendubresti fyrir kaupum á húsnæði og rekstri staðarins enda hafi yfirvöld áður tekið vel í að veita leyfið. 

„Þið sem þekkið til Borðsins vitið að okkur langar einungis til að bjóða viðskiptavinum okkar upp á gott vínglas eða bjór með matnum! Saklausara gæti það ekki verið!“

Hún segir nokkuð ljóst að viðmót borgarinnar sé ekki hvetjandi og að það dragi úr framkvæmdagleði og sköpun, sem henni þyki mjög leitt.

Færslu Rakelar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
0,6
1
150
HAGA
0,5
3
32.990
EIK
0,31
4
67.344
MARL
0,26
8
275.118
SIMINN
0
4
100.038

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-2,42
39
101.119
SJOVA
-0,93
2
16.303
TM
-0,75
1
59.760
REITIR
-0,63
5
88.288
VIS
-0,38
1
78.600