Handbolti

Fimm mörk Bjarka Más dugðu ekki til sigurs | Erfitt kvöld hjá Íslendingunum í Frakklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már skoraði fimm mörk úr átta skotum.
Bjarki Már skoraði fimm mörk úr átta skotum. vísir/epa

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk þegar Füchse Berlin gerði 28-28 jafntefli við Melsungen á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Berlínarrefirnir eru áfram í 4. sæti deildarinnar, nú með 42 stig.

Íslendingaliðin í frönsku úrvalsdeildinni fengu bæði skelli í kvöld.

Nimes tapaði með 13 marka mun, 21-34, fyrir Montpellier á heimavelli. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir Nimes og Snorri Steinn Guðjónsson eitt.

Þetta var fyrsta tap Nimes í sex leikjum. Liðið er í 5. sæti deildarinnar.

Geir Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Cesson-Rennes sem steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 41-28. Cesson-Rennes er í 11. sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira