Handbolti

Fimm mörk Bjarka Más dugðu ekki til sigurs | Erfitt kvöld hjá Íslendingunum í Frakklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már skoraði fimm mörk úr átta skotum.
Bjarki Már skoraði fimm mörk úr átta skotum. vísir/epa
Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk þegar Füchse Berlin gerði 28-28 jafntefli við Melsungen á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Berlínarrefirnir eru áfram í 4. sæti deildarinnar, nú með 42 stig.

Íslendingaliðin í frönsku úrvalsdeildinni fengu bæði skelli í kvöld.

Nimes tapaði með 13 marka mun, 21-34, fyrir Montpellier á heimavelli. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir Nimes og Snorri Steinn Guðjónsson eitt.

Þetta var fyrsta tap Nimes í sex leikjum. Liðið er í 5. sæti deildarinnar.

Geir Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Cesson-Rennes sem steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 41-28. Cesson-Rennes er í 11. sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir

Kiel heldur áfram að tapa stigum

Marko Vujin tryggði Kiel jafntefli gegn Minden þegar hann jafnaði metin í 23-23 þremur sekúndum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×