Ríkidæmi eða fátækt? Halldór Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði rétt fyrir kosningar þann 19.10. 2016 í myndbandsupptöku Sjálfstæðisflokksins: „Ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur náð á þessu kjörtímabili. Það sem ég er þó einna stoltastur af, eru mestu kjarabætur fyrir aldraða í áratugi. Við höfum tryggt öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu, og með frítekjumarkið, óháð því hvaðan tekjurnar koma, þá verður kerfið réttlátara, betra í alla staði og skiljanlegra. Við höfum náð mjög miklum árangri, við viljum gera enn betur fyrir alla Íslendinga. Það verða nefnilega allir að vera með.“ Þessi lágmarksframfærsla finnst hvergi og frítekjumarkið sem áður var 109 þúsund kr. á mánuði var lækkað af sömu ríkisstjórn eftir kosningar, fyrst í lagafrumvarpi í 0 kr og síðan hækkað í 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl.! Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Víglínunni á Stöð 2 þann 18. mars sl., að kaupmáttaraukning á Íslandi síðustu ár hefði verið 20%, og orðrétt sagði hann: ?Ef við skoðum bara opinberar tölur frá OECD, frá World Economic Forum ? þá liggur fyrir að Ísland er ekki bara í flokki með Norðurlöndunum þegar kemur að lífsgæðum fólks, heldur erum við í toppnum, við erum kannski annað eða þriðja innan Norðurlandanna.? Forystumenn ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins vísa til erlendra aðila um hversu gott ástand sé á Íslandi, hvergi meiri hagvöxtur o.s.frv. Í þessari viðmiðun er öryrkjum sleppt úr samanburðinum, en tekjur annarra stétta miðaðar við landsmeðaltal, þannig að þessi niðurstaða segir okkur frá hinum mikla mismun á milli ríkra og fátækra hér á landi!Fyrir hönd þeirra fátæku Í janúar 2016 kom út ný skýrsla frá Unicef á Íslandi þar sem fram kom að um 9,1% barna liði efnislegan skort í landinu. Þessi tala hefur nú hækkað um 2%. Fjöldinn er líklega um 10 þúsund börn í fátækt og um 2.000 börn í sárri fátækt. Nýlega hefur einnig komið fram hvernig öryrkjar eru meðhöndlaðir í nakinni fátækt og enn meiri en áður, með nýrri löggjöf almannatrygginga, sem skerðir bætur á móti öllum hækkunum, þannig að þeir standa mun verr en áður. Jafnframt er þeim hótað að sett verði lög um að þeir sæti starfsmati og fái greidda örorku eftir því, án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi til að takast á við skerðinguna. Gleymum því ekki að öryrkjar verða líka eldri borgarar og þá versnar hlutskipti þeirra enn frekar. Í nýrri greiningu, sem unnin var árið 2016 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um hag aldraðra, kemur fram að af 1.800 manna úrtaki var svarhlutfall aðeins 59%. Af þeim sem svöruðu sögðust 17% hafa undir 200 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur heimilis á mánuði. Hvað skyldu margir hafa sleppt því að svara í úrtakinu, sem búa við svipaðar aðstæður? Ef reiknað er út frá þessari niðurstöðu Félagsvísindastofnunar kemur fram að 9 til 12 þúsund eldri borgarar búa við fátækt hér á landi. Ekki fá þessir eldri borgarar að njóta lífeyrissjóðsgreiðslna, sem þeir áttu að fá að njóta á efri árum, því ríkissjóður hirðir í raun þær lífeyrisgreiðslur, um 30 milljarða á ári, til sparnaðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Síðan 1969 hefur öllum verið skylt að greiða í lífeyrissjóð og var frá upphafi talað um að þeir ættu sínar innistæður, enda greiða þeir sjálfir til sjóðanna af launum sínum gegn mótframlagi atvinnurekanda. Þetta eru umsamin og lögbundin kjör allra launþega. Ríkið hefur hirt þetta af fólki smátt og smátt með lögum. Það er ekkert annað en þjófnaður, sem alþingismenn hljóta að hafa samvisku til að taka á. Flokkur fólksins hefur talað fyrir því, að látið verði reyna á lögmæti þessara aðgerða fyrir dómi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði rétt fyrir kosningar þann 19.10. 2016 í myndbandsupptöku Sjálfstæðisflokksins: „Ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur náð á þessu kjörtímabili. Það sem ég er þó einna stoltastur af, eru mestu kjarabætur fyrir aldraða í áratugi. Við höfum tryggt öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu, og með frítekjumarkið, óháð því hvaðan tekjurnar koma, þá verður kerfið réttlátara, betra í alla staði og skiljanlegra. Við höfum náð mjög miklum árangri, við viljum gera enn betur fyrir alla Íslendinga. Það verða nefnilega allir að vera með.“ Þessi lágmarksframfærsla finnst hvergi og frítekjumarkið sem áður var 109 þúsund kr. á mánuði var lækkað af sömu ríkisstjórn eftir kosningar, fyrst í lagafrumvarpi í 0 kr og síðan hækkað í 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl.! Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Víglínunni á Stöð 2 þann 18. mars sl., að kaupmáttaraukning á Íslandi síðustu ár hefði verið 20%, og orðrétt sagði hann: ?Ef við skoðum bara opinberar tölur frá OECD, frá World Economic Forum ? þá liggur fyrir að Ísland er ekki bara í flokki með Norðurlöndunum þegar kemur að lífsgæðum fólks, heldur erum við í toppnum, við erum kannski annað eða þriðja innan Norðurlandanna.? Forystumenn ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins vísa til erlendra aðila um hversu gott ástand sé á Íslandi, hvergi meiri hagvöxtur o.s.frv. Í þessari viðmiðun er öryrkjum sleppt úr samanburðinum, en tekjur annarra stétta miðaðar við landsmeðaltal, þannig að þessi niðurstaða segir okkur frá hinum mikla mismun á milli ríkra og fátækra hér á landi!Fyrir hönd þeirra fátæku Í janúar 2016 kom út ný skýrsla frá Unicef á Íslandi þar sem fram kom að um 9,1% barna liði efnislegan skort í landinu. Þessi tala hefur nú hækkað um 2%. Fjöldinn er líklega um 10 þúsund börn í fátækt og um 2.000 börn í sárri fátækt. Nýlega hefur einnig komið fram hvernig öryrkjar eru meðhöndlaðir í nakinni fátækt og enn meiri en áður, með nýrri löggjöf almannatrygginga, sem skerðir bætur á móti öllum hækkunum, þannig að þeir standa mun verr en áður. Jafnframt er þeim hótað að sett verði lög um að þeir sæti starfsmati og fái greidda örorku eftir því, án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi til að takast á við skerðinguna. Gleymum því ekki að öryrkjar verða líka eldri borgarar og þá versnar hlutskipti þeirra enn frekar. Í nýrri greiningu, sem unnin var árið 2016 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um hag aldraðra, kemur fram að af 1.800 manna úrtaki var svarhlutfall aðeins 59%. Af þeim sem svöruðu sögðust 17% hafa undir 200 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur heimilis á mánuði. Hvað skyldu margir hafa sleppt því að svara í úrtakinu, sem búa við svipaðar aðstæður? Ef reiknað er út frá þessari niðurstöðu Félagsvísindastofnunar kemur fram að 9 til 12 þúsund eldri borgarar búa við fátækt hér á landi. Ekki fá þessir eldri borgarar að njóta lífeyrissjóðsgreiðslna, sem þeir áttu að fá að njóta á efri árum, því ríkissjóður hirðir í raun þær lífeyrisgreiðslur, um 30 milljarða á ári, til sparnaðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Síðan 1969 hefur öllum verið skylt að greiða í lífeyrissjóð og var frá upphafi talað um að þeir ættu sínar innistæður, enda greiða þeir sjálfir til sjóðanna af launum sínum gegn mótframlagi atvinnurekanda. Þetta eru umsamin og lögbundin kjör allra launþega. Ríkið hefur hirt þetta af fólki smátt og smátt með lögum. Það er ekkert annað en þjófnaður, sem alþingismenn hljóta að hafa samvisku til að taka á. Flokkur fólksins hefur talað fyrir því, að látið verði reyna á lögmæti þessara aðgerða fyrir dómi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun