Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. apríl 2017 06:00 Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð. vísir/ernir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það væri óeðlilegt ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðum. Sem kunnugt er náði Jón Þór kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands.Jón Þór Ólafsson starfaði meðal annars sem stöðumælavörður eftir að hann hætti á þingi.VÍSIR/VILHELM„Það er konan mín sem leigir íbúðina en ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ segir Jón Þór. Á kjördag síðasta haust kvað kjararáð upp úrskurð um kjör þingmanna en laun þeirra eru rúmlega 1,1 milljón króna. Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun. „Eftir að ég komst á þing aftur vorum við ekkert að spá í því að róta upp fjölskyldunni. Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að vera lengi á þingi,“ segir Jón Þór. „Þetta er hennar réttur og í raun partur af stærri umræðu. Eiga réttindi fólks að tengjast eða skerðast út af maka þínum? Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka.“ „Tekjur maka eru ekki teknar með í reikninginn eins og úthlutunarreglurnar eru núna,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta (FS). Hún segir að ákvarðanir um breytingar á úthlutunarreglunum séu teknar af stjórn FS. Við þá vinnu sé haft samráð við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ). Röskva vann stórsigur í kosningunum til Stúdentaráðs í upphafi febrúar en nýtt ráð tók við á dögunum. Fyrsti fundur ráðsins eftir skiptafund er á dagskránni næsta þriðjudag. „Þetta er komið inn á borð til okkar í Stúdentaráði og verður til umræðu á næstu fundum ráðsins,“ segir Ási Þórðarson, varaformaður SHÍ. „Við munum m.a. fá erindi frá FS um úthlutunarreglurnar og ráðið mun taka það til umræðu hvort, og þá að hvaða leyti, tilefni sé til breytinga á þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það væri óeðlilegt ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðum. Sem kunnugt er náði Jón Þór kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands.Jón Þór Ólafsson starfaði meðal annars sem stöðumælavörður eftir að hann hætti á þingi.VÍSIR/VILHELM„Það er konan mín sem leigir íbúðina en ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ segir Jón Þór. Á kjördag síðasta haust kvað kjararáð upp úrskurð um kjör þingmanna en laun þeirra eru rúmlega 1,1 milljón króna. Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun. „Eftir að ég komst á þing aftur vorum við ekkert að spá í því að róta upp fjölskyldunni. Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að vera lengi á þingi,“ segir Jón Þór. „Þetta er hennar réttur og í raun partur af stærri umræðu. Eiga réttindi fólks að tengjast eða skerðast út af maka þínum? Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka.“ „Tekjur maka eru ekki teknar með í reikninginn eins og úthlutunarreglurnar eru núna,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta (FS). Hún segir að ákvarðanir um breytingar á úthlutunarreglunum séu teknar af stjórn FS. Við þá vinnu sé haft samráð við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ). Röskva vann stórsigur í kosningunum til Stúdentaráðs í upphafi febrúar en nýtt ráð tók við á dögunum. Fyrsti fundur ráðsins eftir skiptafund er á dagskránni næsta þriðjudag. „Þetta er komið inn á borð til okkar í Stúdentaráði og verður til umræðu á næstu fundum ráðsins,“ segir Ási Þórðarson, varaformaður SHÍ. „Við munum m.a. fá erindi frá FS um úthlutunarreglurnar og ráðið mun taka það til umræðu hvort, og þá að hvaða leyti, tilefni sé til breytinga á þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira