Enski boltinn

Conte: Kapphlaupið um titilinn stendur enn yfir

Conte er alltaf líflegur.
Conte er alltaf líflegur. vísir/getty
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að kapphlaupið um enska meistaratitilinn sé enn í fullu fjöri og lið hans sé ekki búið að vinna neitt.

Chelsea er með sjö stiga forskot á Tottenham og telja margir að þeir bláu séu komnir með titilinn vísann. Conte segir að Chelsea þurfi að halda vel á spöðunum þessa átta leiki sem eftir eru.

„Þetta er allt galopið og verður líklega barátta milli tveggja liða,“ sagði Conte á blaðamannafundi félagsins í gær.

„Það getur samt sem áður allt gerst og það eru enn 24 stig í pottinum og fleiri lið gætu því blandað sér í þetta.“

Hann segir að það sé mjög mikilvægt fyrir hans leikmenn að líta aðeins á það sem þeir eru sjálfir að gera, ekki á önnur lið í kringum þá.

„Það er vissulega mikilvægt hvernig leikir Tottenham fara en það sem er langmikilvægast er hvernig okkar leiki fara. Þetta er einfaldlega í okkar höndum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×