Erlent

Guðni skaut á Putin sem bauðst til að lána Íslendingum her

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðni Th. Jóhannesson og Vladimir Putin.
Guðni Th. Jóhannesson og Vladimir Putin. Vísir/AFP
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skaut léttum skotum að Vladimir Pútin, forseta Rússlands, á Arctic Forum ráðstefnunni í Arkhangelsk í Rússlandi í gær. Putin bauðst til þess að veita Íslendingum hernaðaraðstoð.

Guðni var á ráðstefnunni ásamt þeim Putin og Sauli Niinisto, forseta Finnlands, þar sem málefni norðurslóða voru rædd.

Á ráðstefnunni sagði Guðni að erfitt væri að finna forseta tveggja ríkja sem væru jafn ósambærileg varðandi stærð og völd. Rússland væri stærsta ríki jarðarinnar og að Ísland væri lítil eyja í norður Atlantshafi.

Ísland væri ekki einu sinni með her. „Við eigum þó betra fótboltalandslið,“ sagði Guðni.

„Þurfið þið hjálp?“ svaraði Putin á léttu nótunum við hlátursköll í salnum.

Aðeins lengri útgáfa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×