Golf

Tapaði 226 milljónum í veðmálum á einu ári

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mickelson veðjar ekki alltaf á réttan hest.
Mickelson veðjar ekki alltaf á réttan hest. vísir/getty
Einn besti kylfingur heims, Phil Mickelson, hefur grætt mikla peninga á ferlinum en hann kann líka að eyða peningum.

Samkvæmt grein í NY Post þá tapaði Mickelson 226 milljónum í veðmálum árið 2012. Sú upphæð er reyndar aðeins fjögur prósent af því verðlaunafé sem hann fékk á PGA-mótaröðinni það ár.

Mickelson hefur gaman af því að veðja og var á sínum tíma sakaður um að nýta sér innherjaupplýsingar.

Hætt var við að kæra hann fyrir fimm árum síðan er hann skilaði 113 milljónum króna sem hann var sagður hafa unnið á vafasaman hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×