Handbolti

Færir sig um set eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Ævar er á sínu öðru tímabili hjá Sävehof.
Atli Ævar er á sínu öðru tímabili hjá Sävehof. mynd/facebook-síða sävehof

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson yfirgefur herbúðir sænska úrvalsdeildarliðsins Sävehof eftir tímabilið.

Þetta staðfestir Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Atla Ævars, í samtali við mbl.is. Arnar segir ennfremur að Atli Ævar eigi í viðræðum við önnur félög.

Atli Ævar hélt út í atvinnumennsku eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með HK 2012. Auk Sävehof hefur hann leikið með SönderjyskE og Nordsjælland í Danmörku og Eskilstuna GUIF í Svíþjóð.

Atli Ævar er á sínu öðru tímabili hjá Sävehof. Hann var valinn í úrvalslið sænsku deildarinnar í fyrra.

Atli Ævar hefur leikið sex A-landsleiki og skorað sex mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira