Handbolti

Færir sig um set eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Ævar er á sínu öðru tímabili hjá Sävehof.
Atli Ævar er á sínu öðru tímabili hjá Sävehof. mynd/facebook-síða sävehof

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson yfirgefur herbúðir sænska úrvalsdeildarliðsins Sävehof eftir tímabilið.

Þetta staðfestir Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Atla Ævars, í samtali við mbl.is. Arnar segir ennfremur að Atli Ævar eigi í viðræðum við önnur félög.

Atli Ævar hélt út í atvinnumennsku eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með HK 2012. Auk Sävehof hefur hann leikið með SönderjyskE og Nordsjælland í Danmörku og Eskilstuna GUIF í Svíþjóð.

Atli Ævar er á sínu öðru tímabili hjá Sävehof. Hann var valinn í úrvalslið sænsku deildarinnar í fyrra.

Atli Ævar hefur leikið sex A-landsleiki og skorað sex mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira