Viðskipti innlent

Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur

Birgir Olgeirsson skrifar
Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka.
Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. Vísir/GVA

Arion banki hefur fjóra daga til að upplýsa um raunverulega eigendur bankans. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld þar sem rætt var við Jóhann Þór Sturluson, aðstoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna.

Greint var frá þessum kaupum í gær en í kjölfarið hafa margir kallað eftir upplýsingum þess efnis hverjir standa að baki þeim fyrirtækjum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag hafa meðal annars haft samband við forstjóra Fjármálaeftirlitsins vegna þessa. „Ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við,“ sagði Benedikt.

Jón Þór Sturluson sagði í samtali við RÚV að skylda hvíli á fjármálafyrirtækjum að birta með reglulegum hætti á vef sínum hverjir eiga eitt prósent eða meira af hlutum í félaginu og þar með talið hverjir raunverulegir eigendur eru á bak við þá eignarhluti, ef um lögaðila er að ræða.

„Þannig að það er skylda sem hvílir á bankanum í þessu tilviki, þeir hafa fjóra daga til að uppfylla þá skyldu,“ sagði Jón Þór við RÚV.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
0,82
5
74.510
VIS
0,71
3
83.918
GRND
0,61
2
12.737
EIM
0,4
6
136.011
SIMINN
0,36
4
126.150

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
OSSRu
-6,18
1
917
SJOVA
-0,87
1
34.300
MARL
-0,61
5
379.270
REGINN
-0,19
1
25.900
HAGA
0
2
21.541