Handbolti

Stefán Rafn seldur til Pick Szegded

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stefán Rafn í leik með Álaborg.
Stefán Rafn í leik með Álaborg. mynd/facebook

Danska úrvalsdeildarliðið Aalborg staðfesti í dag að það væri búið að selja hornamanninn Stefán Rafn Sigurmannsson til Ungverjalands.

Stefán Rafn mun ganga í raðir Pick Szeged þann 1. júlí í sumar. Stefán Rafn vildi ólmur fara til Ungverjalands og kom sínu í gegn.

Stefán Rafn er aðeins á sínu fyrsta ári hjá Álaborg eftir að hafa komið þaðan frá Rhein-Neckar Löwen.

Fyrir í Ungverjalandi er einn íslenskur leikmaður, Aron Pálmarsson, en hann og Stefán Rafn eru miklir mátar.

Hvort Aron verði aftur á móti áfram í Ungverjalandi næsta vetur er svo annað mál.
Fleiri fréttir

Sjá meira