Handbolti

Stefán Rafn seldur til Pick Szegded

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stefán Rafn í leik með Álaborg.
Stefán Rafn í leik með Álaborg. mynd/facebook

Danska úrvalsdeildarliðið Aalborg staðfesti í dag að það væri búið að selja hornamanninn Stefán Rafn Sigurmannsson til Ungverjalands.

Stefán Rafn mun ganga í raðir Pick Szeged þann 1. júlí í sumar. Stefán Rafn vildi ólmur fara til Ungverjalands og kom sínu í gegn.

Stefán Rafn er aðeins á sínu fyrsta ári hjá Álaborg eftir að hafa komið þaðan frá Rhein-Neckar Löwen.

Fyrir í Ungverjalandi er einn íslenskur leikmaður, Aron Pálmarsson, en hann og Stefán Rafn eru miklir mátar.

Hvort Aron verði aftur á móti áfram í Ungverjalandi næsta vetur er svo annað mál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira