Golf

Ólafía í sannkölluðum stjörnuráshóp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristinsdóttir, Wie og Woods. Alvöru holl.
Kristinsdóttir, Wie og Woods. Alvöru holl. vísir(getty

Hann er ekki amalegur félagsskapurinn sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær fyrstu tvo dagana á Bank of Hope Founders meistaramótinu en mótið er liður í LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn mun spila með stórvinkonu sinni og frænku Tiger Woods, Cheyenne Woods, sem og Michelle Wie.

Wie er líklega þekktasta golfkona allra tíma en hún varð heimsfræg er hún lék á karlamóti í PGA-mótaröðinni aðeins 16 ára gömul.

Þetta er þriðja mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í hjá LPGA en Wie er að spila á sínu 240. móti á mótaröðinni.

Þríeykið góða hefur leik í Phoenix klukkan 14.33 á morgun.

Mótið er í beinni á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira