Enski boltinn

Karanka rekinn frá Boro

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta verður allt í lagi. Karanka fær knús frá Jose Mourinho.
Þetta verður allt í lagi. Karanka fær knús frá Jose Mourinho. vísir/getty

Middlesbrough ákvað í morgun að reka knattspyrnustjóra sinn, Aitor Karanka, en hann hefur stýrt liðinu í þrjú og hálft ár.

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Boro í vetur en liðið hefur ekki unnið í síðustu tíu leikjum og er í fallsæti í úrvalsdeildinni.

Boro hefur líka unnið fæsta leiki í vetur, skorað fæst mörk, átt fæst skot og skapað fæst færi. Það var bara ekkert að frétta.

Aðstoðarmaður hans, Steve Agnew, mun stýra liðinu í það minnsta tímabundið.

Karanka var aðstoðarþjálfari hjá Real Madrid áður en hann tók við stjórnartaumunum hjá Boro.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira