Enski boltinn

Karanka rekinn frá Boro

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta verður allt í lagi. Karanka fær knús frá Jose Mourinho.
Þetta verður allt í lagi. Karanka fær knús frá Jose Mourinho. vísir/getty

Middlesbrough ákvað í morgun að reka knattspyrnustjóra sinn, Aitor Karanka, en hann hefur stýrt liðinu í þrjú og hálft ár.

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Boro í vetur en liðið hefur ekki unnið í síðustu tíu leikjum og er í fallsæti í úrvalsdeildinni.

Boro hefur líka unnið fæsta leiki í vetur, skorað fæst mörk, átt fæst skot og skapað fæst færi. Það var bara ekkert að frétta.

Aðstoðarmaður hans, Steve Agnew, mun stýra liðinu í það minnsta tímabundið.

Karanka var aðstoðarþjálfari hjá Real Madrid áður en hann tók við stjórnartaumunum hjá Boro.
Fleiri fréttir

Sjá meira