Jafnlaunafrumvarp gæti orðið óþarft ef samkomulag næst Sveinn Arnarsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Jöfn laun kvenna og karla hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar lengi. vísir/daníel Jafnlaunavottunarfrumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, gæti orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. Reynt er að ná sátt um jafnlaunavottun í samningaviðræðum. Náist ekki samkomulag mun Þorsteinn leggja málið fyrir þingið í lok mánaðarins.Þorsteinn VíglundssonFrumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun átti að vera fyrsta mál Þorsteins á Alþingi. Samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Hins vegar bólar ekkert á frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði gert skylt að fá vottun á því að laun karla og kvenna séu þau sömu fyrir sömu vinnu. Sagði Þorsteinn slíkt frumvarp íþyngjandi fyrir fyrirtæki en það væri nauðsynlegt að hans mati. Frumvarpið lagðist strax illa í Samtök atvinnulífsins sem gagnrýndu frumvarpið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál og ég hef áður lagt áherslu á frumvarpið,“ segir Þorsteinn. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er bjartsýnn á að sátt náist um jafnlaunavottun fyrir lok mánaðarins. Ef svo verður mun frumvarpið ekki verða lagt fram. „Við höfum unnið að því síðustu vikur að ná samkomulagi og munum gera það áfram fram að mánaðamótum. Ég tel meiri líkur en minni á að samkomulag náist um jafnlaunavottun en brýnt er að útrýma kynbundnum launamun,“ segir Gylfi. Forveri Þorsteins í embætti ráðherra, Eygló Harðardóttir, staðfesti reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins í október árið 2014. Vonaðist ráðherra til að með því ynnist árangur í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna. Gylfi segir hægt hafa gengið og því þurfi að taka stærri skref. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Jafnlaunavottunarfrumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, gæti orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. Reynt er að ná sátt um jafnlaunavottun í samningaviðræðum. Náist ekki samkomulag mun Þorsteinn leggja málið fyrir þingið í lok mánaðarins.Þorsteinn VíglundssonFrumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun átti að vera fyrsta mál Þorsteins á Alþingi. Samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Hins vegar bólar ekkert á frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði gert skylt að fá vottun á því að laun karla og kvenna séu þau sömu fyrir sömu vinnu. Sagði Þorsteinn slíkt frumvarp íþyngjandi fyrir fyrirtæki en það væri nauðsynlegt að hans mati. Frumvarpið lagðist strax illa í Samtök atvinnulífsins sem gagnrýndu frumvarpið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál og ég hef áður lagt áherslu á frumvarpið,“ segir Þorsteinn. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er bjartsýnn á að sátt náist um jafnlaunavottun fyrir lok mánaðarins. Ef svo verður mun frumvarpið ekki verða lagt fram. „Við höfum unnið að því síðustu vikur að ná samkomulagi og munum gera það áfram fram að mánaðamótum. Ég tel meiri líkur en minni á að samkomulag náist um jafnlaunavottun en brýnt er að útrýma kynbundnum launamun,“ segir Gylfi. Forveri Þorsteins í embætti ráðherra, Eygló Harðardóttir, staðfesti reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins í október árið 2014. Vonaðist ráðherra til að með því ynnist árangur í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna. Gylfi segir hægt hafa gengið og því þurfi að taka stærri skref. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira