Erlent

Á fjórða tug flóttamanna lét lífið í árás úr þyrlu í Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Ófremdarástand hefur ríkt í Jemen síðustu ár.
Ófremdarástand hefur ríkt í Jemen síðustu ár. Vísir/AFP

Að minnsta kosti 31 sómalskur flóttamaður lét lífið þegar ráðist var á bát þeirra úr þyrlu undan strönd Jemen í gærkvöldi.

Maður í áhöfn bátsins segir að tekist hafi að bjarga áttatíu flóttamönnum um borð.

Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 31 flóttamaður hafi látið lífið í árásinni, en fólkið hafði verið skráð sem flóttamenn af starfsmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Flóttamennirnir voru á leið frá Jemen til Súdan en ráðist var á bátinn úr Apacheþyrlu nærri sundinu Bab al-Mandab sem tengir Aden-flóa við Rauðahaf.

Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á árásinni.

Ófremdarástand hefur ríkt í Jemen síðustu ár þar sem uppreisnarmenn Húta, sem njóta stuðnings Írana, hafa átt í átökum við stjórnarherinn, sem aftur á móti nýtur stuðnings Sádi-Araba.
Fleiri fréttir

Sjá meira