Handbolti

Stelpurnar sáttar eftir flottan sigur á Litháen í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku stelpurnar fagna í leikslok.
Íslensku stelpurnar fagna í leikslok. Mynd/HSÍ

Íslenska 19 ára landsliðið byrjaði vel í undankeppni HM en riðill íslensku stelpnanna fer fram á Carballo á Spáni um helgina.

Liðið vann flottan sex marka sigur á Litháen, 25-19, í fyrsta leiknum en stelpurnar fóru á kostum í seinni hálfleiknum eftir erfiða byrjun.

Sandra Erlingsdóttir og Lovísa Thompson voru markahæstar með sex mörk hvor og Selma Þóra Jóhannsdóttir varði vel í markinu.

Stelpurnar okkar voru helst til rólegar á upphafsmínútunum og lentu 3-7 undir eftir 10 mínútur. En þá tók við virkilega góður kafli þar sem íslenska vörnin þéttist og sóknarleikurinn varð markvissari. í hálfleik var staðan 12-11, íslensku stúlkunum í hag.

Í síðari hálfleik léku íslensku stúlkurnar frábæran handbolta á köflum og náðu mest tíu marka forystu. Þó að Litháen hafi náð að klóra í bakkann á lokamínútunum hafðist góður sex marka sigur.

Ísland - Litháen 25-19 (12-11)
Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 6, Lovísa Thompson 6, Andrea Jacobsen 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Mariam Eradze 2, Elva Arinbjarnar 1, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.
Varin skot:  Selma Þóra Jóhannsdóttir 15 skot og Ástríður Glódís Gísladóttir 3 skot.

Á morgun leika stelpurnar okkar gegn Spánverjunum en sá leikur hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.

Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á leikinn hjá íslensku stelpunum hér fyrir neðan.


Frábær sigur gegn Litháen, 25-19. #handbolti #stelpurnarokkar #u19kv

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira