Enski boltinn

Tottenham heldur sínu striki | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Tottenham lagði Southampton 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag á heimavelli.

Tottenham minnkaði forystu Chelsea á toppi deildarinnar því niður í tíu stig á nýjan leik.

Það kom ekki að sök að markaskorarinn Harry Kane var ekki með Tottenham því Christian Eriksen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Tottenham strax á 14. mínútu og Dele Alli jók forystuna í 2-0 úr vítaspyrnu á 33. mínútu. Þannig stóð í hálfleik.

James Ward-Prowse minnkaði muninn fyrir Southampton á sjöundu mínútu seinni hálfleiks en meira var ekki skorað í leiknum.

Southampton er í 10. sæti með 33 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira