Enski boltinn

Tottenham heldur sínu striki | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Tottenham lagði Southampton 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag á heimavelli.

Tottenham minnkaði forystu Chelsea á toppi deildarinnar því niður í tíu stig á nýjan leik.

Það kom ekki að sök að markaskorarinn Harry Kane var ekki með Tottenham því Christian Eriksen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Tottenham strax á 14. mínútu og Dele Alli jók forystuna í 2-0 úr vítaspyrnu á 33. mínútu. Þannig stóð í hálfleik.

James Ward-Prowse minnkaði muninn fyrir Southampton á sjöundu mínútu seinni hálfleiks en meira var ekki skorað í leiknum.

Southampton er í 10. sæti með 33 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira