Erlent

Átök í Damaskus eftir innrás uppreisnarmanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Ríkisstjórn Sýrlands ræður að mestu yfir Damaskus og segja sýrlenskir miðlar að uppreisnarmennirnir hafi notast við leynileg göng til að komast inn í borgina
Ríkisstjórn Sýrlands ræður að mestu yfir Damaskus og segja sýrlenskir miðlar að uppreisnarmennirnir hafi notast við leynileg göng til að komast inn í borgina Vísir/Getty
Sýrlenski stjórnarherinn og uppreisnarmenn berast um þessar mundir á banaspjótum austan við höfuðborgina Damaskus, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúum í borginni.

Að sögn íbúanna hófu uppreisnarmenn óvænta árás í dag og sprengdu eldflaugar í miðri borginni. Herinn hefur þegar brugðist við með loftárásum.

Ríkisstjórn Sýrlands ræður að mestu yfir Damaskus og segja sýrlenskir miðlar að uppreisnarmennirnir hafi notast við leynileg göng til að komast inn í borgina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×