Sport

Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209.

Stjörnur kvöldsins eru í niðurskurði í þessari viku og er mikið lagt á sig. Khabib Nurmagomedov hleypur í gufubaðsjakka og fer svo í honum í gufuna. Það er ótrúlegt að sjá svitann sem lekur af honum.

Á fjölmiðladeginum var svo stuð er þeir horfðu í augu hvors annars. Sérstaklega var gaman að sjá veltivigtarmeistarann Tyron Woodley gera grín að því með Dana White, forseta UFC, hvað þeir væru miklar dramadrottningar en þeir hafa tekist á síðustu mánuði.

Í lok þáttarins fáum við svo að sjá Georges St-Pierre sem er að fara að snúa aftur í búrið gegn Michael Bisping. Þeir verða með blaðamannafund í Las Vegas í dag.

Þáttinn má sjá hér að ofan.

Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport aðfararnótt sunnudags.


Tengdar fréttir

Khabib lét Cormier kalla sjálfan sig aumingja

Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 209 hleypur Daniel Cormier, heimsmeistari í léttþungavigt, brjálaður á eftir Khabib Nurmagomedov sem keppir um bráðabirgðabeltið í léttvigt um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira