Mótmæli sveitunga munu engu breyta Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2017 06:00 Svavar Pétur Eysteinsson bóndi segir óboðlegt að fresta eigi framkvæmdinni. Þau hjónin sprengdu þrjú dekk á einni viku í fyrrasumar og hyggjast mótmæla þar til stjórnvöld skilja að "þetta rugl“ verði ekki látið líðast. Mynd/Ólafur Björnsson „Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
„Við ætlum bara að halda þessu áfram og verða til enn meiri óþæginda til að reyna að koma yfirvöldum í skilning um að við látum þetta rugl ekki líðast,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði og einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Tvö hundruð manns á um sextíu bílum tóku þátt í að loka þjóðvegi eitt við Berufjarðarbotn í gær vegna þess að hætt var við að malbika veginn eftir að í ljós kom að ekki var tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samþykkta samgönguáætlun.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.vísir/anton brinkSvavar segir að lokun malbikunar í Berufirði hafi staðið yfir í áratugi. Ekki komi til greina að slá framkvæmdinni á frest enn á ný. „Það fóru þrjú dekk á einni viku hjá okkur í fyrrasumar. Það er bara of mikið. Því fylgir kostnaður, tími, óþægindi og vesen,“ segir Svavar. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir mótmæli heimamanna engu breyta. Búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum en hann vonist til að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. „Í sjálfu sér skil ég vel gremju fólks víða um land út af þessari alvarlegu stöðu en þetta er bara staðan. Samgönguáætlun hafði gert ráð fyrir mun meiri viðbót, en þeim fjórum milljörðum sem bætt var við, en það gekk bara ekki eftir. Við höfum reynt að forgangsraða með tilliti til stöðu mála og umferðaröryggis.“ Jón segir veginn um Berufjarðarbotn ofarlega á dagskrá en einnig séu margar aðrar nýframkvæmdir sem hafi þurft að fresta vegna klúðursins með samgönguáætlun. „Það er bara ekki svigrúm. Mikið af þessu fé sem við höfðum til umráða var bundið við framkvæmdir sem þegar voru komnar af stað. Það eru í öllum fjórðungum mjög brýn verkefni sem bíða.“ Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna komu sveitungar á Austurlandi á um sextíu bifreiðum til að loka veginum.Mynd/Ólafur BjörnssonAð sögn ráðherrans stendur nú yfir könnun á því hvort hægt sé að fjármagna nokkrar stórar og fjárfrekar framkvæmdir með sérfjármögnun. „Það myndi jafngilda því að fé til nýframkvæmda allt að því tvöfaldist á þeim árum sem fram undan eru. Það myndi lyfta grettistaki í uppbyggingu.“ Jón tekur undir greiningu Arion banka, sem birtist fyrir helgi, að uppsöfnuð þörf samgöngukerfisins sé rúmir tuttugu milljarðar. Eins og Jón bendir glögglega á eru fleiri verkefni í öðrum landsfjórðungum sett á bið vegna niðurskurðarins. Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum sendu frá sér tilkynningu þar sem niðurskurðurinn er sagður áfall. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Mótmælin stóðu yfir í um tvær klukkustundir en skipuleggjendur eru nú þegar farnir að undirbúa fleiri mótmæli af þessu tagi.Mynd/Ólafur Björnsson
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57