Golf

Johnson vann í Mexíkó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson með verðlaunin sín í Mexíkó.
Johnson með verðlaunin sín í Mexíkó. vísir/getty

Dustin Johnson sannaði um helgina að það er engin tilviljun að hann er í efsta sætinu á heimslistanum í golfi.

Johnson vann þá heimsmótið í Mexíkó. Hann var einu höggi á undan Englendingnum Tommy Fleetwood.

Rory McIlroy leiddi eftir tvo hringi en hann endaði fjórum höggum á eftir Johnson.

Johnson er aðeins fimmti kylfingurinn í sögunni sem nær að vinna fyrsta mótið eftir að hafa náð toppsætinu á heimslistanum. Hinir eru Ian Woosnam, David Duval, Vijay Singh og Adam Scott.

„Þetta skiptir mig miklu máli því það fylgir því pressa að vera á toppi heimslistans. Ég spilaði akkúrat nógu vel fyrst ég vann með einu höggi,“ sagði kátur Johnson.
Fleiri fréttir

Sjá meira