Golf

Johnson vann í Mexíkó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson með verðlaunin sín í Mexíkó.
Johnson með verðlaunin sín í Mexíkó. vísir/getty

Dustin Johnson sannaði um helgina að það er engin tilviljun að hann er í efsta sætinu á heimslistanum í golfi.

Johnson vann þá heimsmótið í Mexíkó. Hann var einu höggi á undan Englendingnum Tommy Fleetwood.

Rory McIlroy leiddi eftir tvo hringi en hann endaði fjórum höggum á eftir Johnson.

Johnson er aðeins fimmti kylfingurinn í sögunni sem nær að vinna fyrsta mótið eftir að hafa náð toppsætinu á heimslistanum. Hinir eru Ian Woosnam, David Duval, Vijay Singh og Adam Scott.

„Þetta skiptir mig miklu máli því það fylgir því pressa að vera á toppi heimslistans. Ég spilaði akkúrat nógu vel fyrst ég vann með einu höggi,“ sagði kátur Johnson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira