Konur með legslímuflakk falinn hópur í þjóðfélaginu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 20:15 Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira