Aukin eftirspurn gerir örðugt að tryggja heimilum og smáfyrirtækjum raforku 8. mars 2017 07:00 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra vísir/vilhelm Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira