Golf

Rickie leiðir fyrir lokahringinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rickie slær af teig.
Rickie slær af teig. Vísir/Getty

Rickie Fowler er með öruggt fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Honda Classic Championship sem fer fram í Palm Beach Gardens í Flórída um helgina og er hluti af PGA-mótaröðinni.

Fowler var einu höggi á eftir Ryan Palmer og Wesley Bryan fyrir hring gærdagsins en þeir náðu sér engan vegin á strik í gær.

Palmer lék á þremur höggum yfir pari og féll niður í 20. sæti en Bryan lék á tveimur höggum yfir pari og deilir þriðja sæti með fjórum öðrum.

Náði Fowler að nýta sér mistök keppinauta sinna en hann lék á fimm höggum undir pari í gær sem var besti hringur hans á mótinu en hann tapaði engum höggum á hringnum.

Er hann fyrir vikið með fjögurra högga forskot á breska kylfinginn Tyrrell Hatton og verður að segjast að staðan er góð fyrir Fowler.

Er munurinn er líklegast of mikill til að kylfingarnir í þriðja sæti nái honum á lokahringnum en þar á meðal er þýski kylfingurinn Martin Kaymer.

Bein útsending verður frá lokadegi Honda Classic mótsins á Golfstöðinni í dag en útsending hefst klukkan 18.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira