Innlent

Slökkviliðið biðlar til íbúa að tryggja aðgengi og rýma flóttaleiðir

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru beðnir um að tryggja gott aðgengi að byggingum og rýma flóttaleiðir í kjölfar fannfergisins sem féll um helgina.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru beðnir um að tryggja gott aðgengi að byggingum og rýma flóttaleiðir í kjölfar fannfergisins sem féll um helgina. Vísir/GVA

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru beðnir um að tryggja gott aðgengi að byggingum og rýma flóttaleiðir í kjölfar fannfergisins sem féll um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Í tilkynningunni segir að snjórinn geti verið varsamur og valdið hættu ef hann fellur af húsþökum, lokar fyrir flóttaleiðir eða hindrar för sjúkra- og slökkvibifreiða.

„Ef allir leggja sitt af mörkum með því að moka frá byggingum og rýma flóttaleiðir í sínu nærumhverfi greiða þeir leið viðbragðsaðila og tryggja um leið eigið öryggi.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira