Áskorun til Brynjars Níelssonar Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 10:55 Í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra stóð Félag um foreldrajafnrétti fyrir fundi með frambjóðendum, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða málefni umgengnisforeldra, -einkum þau er varðar umgengnistálmanir. Kom fram á fundinum að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt ályktun þess efnis að skilgreina ætti ástæðulausar umgengnistálmanir sem ofbeldi í lögum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar tók undir sjónarmið Framsóknarflokksins og sagði Brynjar Níelsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að hann hefði þá þegar samið frumvarp þess efnis. Ástæðulausar umgengnistálmanir eru gróft, kynbundið ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilis. Engin raunveruleg ráð eru til í lögum til að stemma stigu við því ofbeldi, og til að bæta gráu ofan á svart, hafa sýslumenn gerst sekir um að standa vörð um slíkt ofbeldi, -bæði með aðgerðarleysi sínu en einnig með ómálefnalegri málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumannsembættunum. Það gera þeir án þess að byggja ákvarðanir og málsmeðferð á sjónarmiðum barnaverndaryfirvalda. Opinber gögn sýna að um 500 tálmunarmál veltast um hjá sýslumönnum á ári hverju, en óhætt er að áætla að fjöldi þeirra sé mun meiri. Samtök umgengnisforeldra telja brýnt að ástæðulausar umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi í lögum, þannig að tálmunarmál verði samstundis að barnaverndarmáli þegar þau koma á borð sýslumanns. Samtökin telja óhæft, og ekki í samræmi við reglur stjórnsýsluréttar um málefnaleg valdmörk, að sýslumaður sé að taka ákvarðanir út frá sjónarmiðum barnaverndar, heldur þurfa slíkar ákvarðanir að vera á hendi barnaverndaryfirvalda. Mikilvægt er að allar ákvarðanir um málefni skilnaðarbarna séu grundvallaðar á vandaðri málsmeðferð og málefnalegum sjónarmiðum. Sú er ekki raunin í dag! Samtök umgengnisforeldra skora á Brynjar Níelsson að leggja fram frumvarp sitt um umgengnistálmanir fram á Alþingi, svo það fái þinglega meðferð. Mikilvægi þess að slíkt frumvarp verði samþykkt á Alþingi er augljóst. Hins vegar er einnig mikilvægt að kjósendur fái að vita, hvaða stjórnmálamenn og hvaða stjórnmálaflokkar eru fylgjandi eða á móti slíku frumvarpi, og hvaða sjónarmið liggja þar að baki. Á framboðsfundinum fékk Brynjar standandi lófaklapp feðra vegna afstöðu sinnar til málaflokksins. Er hann nú hvattur til að standa við stóru orðin og leggja fram frumvarp gegn ástæðulausum umgengnistálmunum. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldraGunnar Kristinn Þórðarson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra stóð Félag um foreldrajafnrétti fyrir fundi með frambjóðendum, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða málefni umgengnisforeldra, -einkum þau er varðar umgengnistálmanir. Kom fram á fundinum að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt ályktun þess efnis að skilgreina ætti ástæðulausar umgengnistálmanir sem ofbeldi í lögum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar tók undir sjónarmið Framsóknarflokksins og sagði Brynjar Níelsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að hann hefði þá þegar samið frumvarp þess efnis. Ástæðulausar umgengnistálmanir eru gróft, kynbundið ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilis. Engin raunveruleg ráð eru til í lögum til að stemma stigu við því ofbeldi, og til að bæta gráu ofan á svart, hafa sýslumenn gerst sekir um að standa vörð um slíkt ofbeldi, -bæði með aðgerðarleysi sínu en einnig með ómálefnalegri málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumannsembættunum. Það gera þeir án þess að byggja ákvarðanir og málsmeðferð á sjónarmiðum barnaverndaryfirvalda. Opinber gögn sýna að um 500 tálmunarmál veltast um hjá sýslumönnum á ári hverju, en óhætt er að áætla að fjöldi þeirra sé mun meiri. Samtök umgengnisforeldra telja brýnt að ástæðulausar umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi í lögum, þannig að tálmunarmál verði samstundis að barnaverndarmáli þegar þau koma á borð sýslumanns. Samtökin telja óhæft, og ekki í samræmi við reglur stjórnsýsluréttar um málefnaleg valdmörk, að sýslumaður sé að taka ákvarðanir út frá sjónarmiðum barnaverndar, heldur þurfa slíkar ákvarðanir að vera á hendi barnaverndaryfirvalda. Mikilvægt er að allar ákvarðanir um málefni skilnaðarbarna séu grundvallaðar á vandaðri málsmeðferð og málefnalegum sjónarmiðum. Sú er ekki raunin í dag! Samtök umgengnisforeldra skora á Brynjar Níelsson að leggja fram frumvarp sitt um umgengnistálmanir fram á Alþingi, svo það fái þinglega meðferð. Mikilvægi þess að slíkt frumvarp verði samþykkt á Alþingi er augljóst. Hins vegar er einnig mikilvægt að kjósendur fái að vita, hvaða stjórnmálamenn og hvaða stjórnmálaflokkar eru fylgjandi eða á móti slíku frumvarpi, og hvaða sjónarmið liggja þar að baki. Á framboðsfundinum fékk Brynjar standandi lófaklapp feðra vegna afstöðu sinnar til málaflokksins. Er hann nú hvattur til að standa við stóru orðin og leggja fram frumvarp gegn ástæðulausum umgengnistálmunum. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldraGunnar Kristinn Þórðarson
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun