Ísland mun að óbreyttu ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 14:15 Frá byggingu kísilvers í Helguvík en aukning losunar gróðurhúsalofttegunda er mest vegna stóriðju. Vísir/GVA Að óbreyttu stefnir í að Ísland muni ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Kveðið er á um skuldbindingarnar í Parísarsamkomulaginu en Alþingi fullgilti samkomulagið síðastliðið haust. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Ísland og loftslagsmál en stofnunin vann skýrsluna að beiðni umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir kynnti skýrsluna í Háskóla Íslands í dag og afhenti Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fyrsta eintakið. Í skýrslunni kemur fram að spáð er aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda um 53 til 99 prósent til ársins 2030 sé miðað við árið 1990. Sé kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu tekin með er aukningin heldur minni eða 33 til 79 prósent en aukning losunar er mest í stóriðju. Í ágripi skýrslunnar segir að „aðgerðaáætlun í loftslagsmálum frá 2010 miðaði að því að útstreymi án stóriðju og án bindingar með landgræðslu og skógrækt yrði 9% minna árið 2020 en árið 1990 og 32% minna árið 2020 án stóriðju en með bindingu. Nokkuð vantar á að þessi markmið náist. Útstreymi ársins 2014 án stóriðju var 6% meira en útstreymi ársins 1990, en 10% minna ef binding var tekin með.“ Eigi þau markmið og þær skuldbindingar sem Ísland hefur einsett sér að ná í samræmi við Parísarsamkomulagið að standast þurfa að koma til mótvægisaðgerðir til þess að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Greindar voru 30 mótvægisaðgerðir með tilliti til kostnaðar og ábata. Sumir kostir eru dýrir, aðrir kosta tiltölulega lítið og sumir skila jafnvel fjárhagslegum nettóábata. Skýrslan greinir tæknilega möguleika á að draga úr losun og auka kolefnisbindingu, en tekur fram margt hafi áhrif á hvort samdráttur í losun verði í raun, s.s. stjórnvaldsákvarðanir, olíuverð og fleiri þættir. Að óbreyttu stefni í að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030, en slíkt sé hins vega mögulegt ef gripið verði til frekari mótvægisaðgerða,“ segir á vef umhverfis-og auðlindaráðuneytisins.Skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftræstikerfum. 15. október 2016 09:39 Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Hvert hitametið af öðru hefur verið slegið á jörðinni á þessu ári sem verður það heitasta frá því mælingar hófust. Jörðin er að senda mannkyninu alvarleg viðvörunarmerki. 16. september 2016 20:52 Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum. 4. nóvember 2016 11:33 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Að óbreyttu stefnir í að Ísland muni ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Kveðið er á um skuldbindingarnar í Parísarsamkomulaginu en Alþingi fullgilti samkomulagið síðastliðið haust. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Ísland og loftslagsmál en stofnunin vann skýrsluna að beiðni umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. Dr. Brynhildur Davíðsdóttir kynnti skýrsluna í Háskóla Íslands í dag og afhenti Björt Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fyrsta eintakið. Í skýrslunni kemur fram að spáð er aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda um 53 til 99 prósent til ársins 2030 sé miðað við árið 1990. Sé kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu tekin með er aukningin heldur minni eða 33 til 79 prósent en aukning losunar er mest í stóriðju. Í ágripi skýrslunnar segir að „aðgerðaáætlun í loftslagsmálum frá 2010 miðaði að því að útstreymi án stóriðju og án bindingar með landgræðslu og skógrækt yrði 9% minna árið 2020 en árið 1990 og 32% minna árið 2020 án stóriðju en með bindingu. Nokkuð vantar á að þessi markmið náist. Útstreymi ársins 2014 án stóriðju var 6% meira en útstreymi ársins 1990, en 10% minna ef binding var tekin með.“ Eigi þau markmið og þær skuldbindingar sem Ísland hefur einsett sér að ná í samræmi við Parísarsamkomulagið að standast þurfa að koma til mótvægisaðgerðir til þess að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Greindar voru 30 mótvægisaðgerðir með tilliti til kostnaðar og ábata. Sumir kostir eru dýrir, aðrir kosta tiltölulega lítið og sumir skila jafnvel fjárhagslegum nettóábata. Skýrslan greinir tæknilega möguleika á að draga úr losun og auka kolefnisbindingu, en tekur fram margt hafi áhrif á hvort samdráttur í losun verði í raun, s.s. stjórnvaldsákvarðanir, olíuverð og fleiri þættir. Að óbreyttu stefni í að Ísland standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030, en slíkt sé hins vega mögulegt ef gripið verði til frekari mótvægisaðgerða,“ segir á vef umhverfis-og auðlindaráðuneytisins.Skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftræstikerfum. 15. október 2016 09:39 Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Hvert hitametið af öðru hefur verið slegið á jörðinni á þessu ári sem verður það heitasta frá því mælingar hófust. Jörðin er að senda mannkyninu alvarleg viðvörunarmerki. 16. september 2016 20:52 Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum. 4. nóvember 2016 11:33 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Stórt skref stigið í baráttunni við loftlagsbreytingar Tilkynnt var á ráðstefnu í Rúanda í morgun að 197 ríki hefðu náð samkomulagi um að draga stórlega úr notkun gróðurhúsalofttegunda í ísskápum og loftræstikerfum. 15. október 2016 09:39
Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Hvert hitametið af öðru hefur verið slegið á jörðinni á þessu ári sem verður það heitasta frá því mælingar hófust. Jörðin er að senda mannkyninu alvarleg viðvörunarmerki. 16. september 2016 20:52
Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum. 4. nóvember 2016 11:33
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels