Viðskipti innlent

Útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi lokar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Húsnæðið á Kirkjusandi er illa farið vegna myglusvepps.
Húsnæðið á Kirkjusandi er illa farið vegna myglusvepps. Fréttablaðið/Pjetur

Þann 20. febrúar næstkomandi munu útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut sameinast og kveður bankinn þá höfuðstöðvar sínar á Kirkjusandi. Nýtt útibú opnar svo á Suðurlandsbraut þann 10. apríl og mun heita Laugardalur.

Höfuðstöðvar bankans verða svo í Norðurturninum í Kópavogi, eins og greint var frá í fyrra, en mygla er í húsnæðinu á Kirkjusandi. Fannst hún á fjórum hæðum bankans og lá djúpt í steypu útveggja.

Í frétt á vef bankans í dag segir að Laugardalsútibúið verði stærsta útibú bankans. Hönnun þess tekur mið af aukinni áherslu Íslandsbanka á ráðgjöf við bæði einstaklinga og fyrirtæki. Útibússtjóri er Björn Sveinsson og aðstoðarútibússtjórar Vilborg Þórarinsdóttir og Þórður Kristleifsson.

Á meðan á framkvæmdum stendur er viðskiptavinum útibúa Kirkjusands og Suðurlandsbrautar boðið upp á 2. og 3. hæð á Suðurlandsbraut 14. Þá bendir bankinn jafnframt á þjónustu annarra útibúa úti á Granda, Höfða, Norðurturni og sjálfsafgreiðslu í Kringlunni.


Tengdar fréttir

Þriðjungur flúinn vegna myglunnar

Af þeim 400 starfsmönnum sem unnu í höfuðstöðvum Íslandsbanka hafa 150 verið færðir annað. Ástæðan er rakaskemmdir og mygla í húsinu. Starfsemi hefst í nýjum höfuðstöðvum í nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850