Viðskipti innlent

Útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi lokar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Húsnæðið á Kirkjusandi er illa farið vegna myglusvepps.
Húsnæðið á Kirkjusandi er illa farið vegna myglusvepps. Fréttablaðið/Pjetur

Þann 20. febrúar næstkomandi munu útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut sameinast og kveður bankinn þá höfuðstöðvar sínar á Kirkjusandi. Nýtt útibú opnar svo á Suðurlandsbraut þann 10. apríl og mun heita Laugardalur.

Höfuðstöðvar bankans verða svo í Norðurturninum í Kópavogi, eins og greint var frá í fyrra, en mygla er í húsnæðinu á Kirkjusandi. Fannst hún á fjórum hæðum bankans og lá djúpt í steypu útveggja.

Í frétt á vef bankans í dag segir að Laugardalsútibúið verði stærsta útibú bankans. Hönnun þess tekur mið af aukinni áherslu Íslandsbanka á ráðgjöf við bæði einstaklinga og fyrirtæki. Útibússtjóri er Björn Sveinsson og aðstoðarútibússtjórar Vilborg Þórarinsdóttir og Þórður Kristleifsson.

Á meðan á framkvæmdum stendur er viðskiptavinum útibúa Kirkjusands og Suðurlandsbrautar boðið upp á 2. og 3. hæð á Suðurlandsbraut 14. Þá bendir bankinn jafnframt á þjónustu annarra útibúa úti á Granda, Höfða, Norðurturni og sjálfsafgreiðslu í Kringlunni.


Tengdar fréttir

Þriðjungur flúinn vegna myglunnar

Af þeim 400 starfsmönnum sem unnu í höfuðstöðvum Íslandsbanka hafa 150 verið færðir annað. Ástæðan er rakaskemmdir og mygla í húsinu. Starfsemi hefst í nýjum höfuðstöðvum í nóvember.
Fleiri fréttir

Sjá meira