Erlent

Elon Musk býðst til láta laga skemmdir á Teslu manns sem bjargaði lífi annars manns

atli ísleifsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Feuerwehr München

Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur boðist til að láta laga skemmdir á Teslu manns sem fórnaði bíl sínum til að bjarga lífi annars manns sem sást rása á þýskri hraðbraut á dögunum.

Mashable segir frá því að hinn 41 árs gamli Manfred Kick hafi verið að aka Teslu Model S bíl sínum þegar hann tók eftir að Volkswagen-bíl var ekið undarlega á hraðbraut í úthverfum München.

Elon Musk. VÍSIR/AFP

Þegar Kick sá að ökumaðurinn virtist meðvitundarlaus undir stýri ákvað hann að keyra fram fyrir bílinn og hægja svo á báðum bílunum þar til að þeir voru báðir stopp.

Kick hraðaði sér svo að bíl hins mannsins og veitti manninum fyrstu hjálp á meðan aðrir hringdu í neyðarlínuna. Maðurinn virðist hafa fengið heilablóðfall og var hann fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er stöðug.

Kick stóð hins vegar frammi fyrir að þurfa að borga fyrir skemmdir á bíl sínum, sem metnar voru á um 10 þúsund evrur, um 1,2 milljónir króna. Musk frétti af málinu og greindi frá því á Twitter-síðu sinni að hann byðist til að greiða fyrir allar skemmdir á bílnum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira