Körfubolti

Fékk óíþróttamannslega villu fyrir að dansa | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frumlegasta villan í sögu körfuboltans?
Frumlegasta villan í sögu körfuboltans?

Það er stundum sagt að það geti allt gerst í íþróttum og þar er engu logið.

Afar sérstakt atvik átti sér stað í leik í bandaríska menntaskólaboltanum í gær.

Tyshawn Johnson var að spila sinn síðasta leik í menntaskóla, liðið hans var að rúlla yfir andstæðinginn og það lá vel á Johnson sem kallar sig yvngswag.

Hann var með alls konar takta á vellinum og þegar einhver í stúkunni manaði hann til þess að dansa varð hann við ósk áhorfandands.

Dómaranum fannst þessi dans hans alls ekkert fyndinn eða skemmtilegur og smellti óíþróttamannslegri villu í andlitið á Johnson.

Okkur fannst þetta samt mjög fyndið þó svo við mælum ekki með því að gera lítið úr andstæðingnum. Dansinn og stælana má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira