Körfubolti

Fékk óíþróttamannslega villu fyrir að dansa | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frumlegasta villan í sögu körfuboltans?
Frumlegasta villan í sögu körfuboltans?

Það er stundum sagt að það geti allt gerst í íþróttum og þar er engu logið.

Afar sérstakt atvik átti sér stað í leik í bandaríska menntaskólaboltanum í gær.

Tyshawn Johnson var að spila sinn síðasta leik í menntaskóla, liðið hans var að rúlla yfir andstæðinginn og það lá vel á Johnson sem kallar sig yvngswag.

Hann var með alls konar takta á vellinum og þegar einhver í stúkunni manaði hann til þess að dansa varð hann við ósk áhorfandands.

Dómaranum fannst þessi dans hans alls ekkert fyndinn eða skemmtilegur og smellti óíþróttamannslegri villu í andlitið á Johnson.

Okkur fannst þetta samt mjög fyndið þó svo við mælum ekki með því að gera lítið úr andstæðingnum. Dansinn og stælana má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira