Innlent

Maðurinn í Silfru drukknaði

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn var í átta manna hópi þegar slysið varð.
Maðurinn var í átta manna hópi þegar slysið varð. Vísir/Friðrik Þór

Bandaríski ferðamaðurinn sem lést við yfirborðsköfun, eða snorkl, í Silfru á sunnudaginn drukknaði. Það er samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki mannsins, sem var á sjötugsaldri. Engin merki um veikindi komu fram og er dauðsfallið rannsakað sem slys.

Maðurinn var dreginn meðvitundarlaus upp á bakka Silfru og voru lífgunartilraunir reyndar þar til hann var fluttur á brott með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann var úrskurðaður látin á Landspítalanum. Maðurinn var í átta manna hópi.

Í frétt RÚV segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn, að verið sé að kanna hvort að maðurinn hafi misst munnstykkið eða fengið vatn í pípuna.


Tengdar fréttir

Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara

Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins.

Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru

Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram.

Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald

Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010.

Lést eftir snorkl í Silfru

Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira