Málmbræðslan GMR gjaldþrota: Sautján manns missa vinnuna Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 09:30 GMR hóf framleiðslu á Grundartanga árið 2013. Vísir/GVA Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf. á Grundartanga var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Um 17 starfsmönnum fyrirtækisins hafði þá verið sagt upp störfum en það endurvann stál sem fellur til hér á landi. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri GMR, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum og vísaði á skiptastjóra fyrirtækisins. Fréttablaðið ræddi við Daða síðastliðinn fimmtudag og kom þá fram að óvissa ríkti enn um reksturinn. Sjá einnig: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ Verksmiðja GMR var þá ekki lengur rafmagnslaus en RARIK hafði nokkrum vikum áður lokað á fyrirtækið vegna vangoldinna reikninga. Umhverfisstofnun hafði ítrekað gert athugasemdir við starfsemi málmendurvinnslunnar og skráð á yfir þriðja tug frávika frá starfsleyfi. Fyrirtækið sætti auknu eftirliti vegna ítrekaðra vanefnda við að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Framkvæmdastjórinn sagði eigendur fyrirtækisins í leit að nýjum fjárfestum, bæði hér heima og erlendis, en vildi ekki svara því hversu mikil fjárþörfin væri. Daginn eftir að fréttin birtist var síðan öllu starfsfólki fyrirtækisins sagt upp störfum. „Þetta fyrirtæki var stofnað fyrir fjórum árum og það er búinn að vera erfiður og langur uppbyggingarfasi. Erfiðari og lengri en menn ætluðu sér og það er margt sem spilar þar inn í. Heimsmarkaðsverð á stáli er þar langstærsti þátturinn,“ sagði Daði í samtali við Fréttablaðið. Tengdar fréttir Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. 1. febrúar 2017 07:00 Málmbræðsla þarf fjármagn og skuldar raforkureikninga Óvissa ríkir um rekstur GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendurnir leita að fjárfestum en fyrirtækið sætir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf. á Grundartanga var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Um 17 starfsmönnum fyrirtækisins hafði þá verið sagt upp störfum en það endurvann stál sem fellur til hér á landi. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri GMR, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum og vísaði á skiptastjóra fyrirtækisins. Fréttablaðið ræddi við Daða síðastliðinn fimmtudag og kom þá fram að óvissa ríkti enn um reksturinn. Sjá einnig: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ Verksmiðja GMR var þá ekki lengur rafmagnslaus en RARIK hafði nokkrum vikum áður lokað á fyrirtækið vegna vangoldinna reikninga. Umhverfisstofnun hafði ítrekað gert athugasemdir við starfsemi málmendurvinnslunnar og skráð á yfir þriðja tug frávika frá starfsleyfi. Fyrirtækið sætti auknu eftirliti vegna ítrekaðra vanefnda við að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Framkvæmdastjórinn sagði eigendur fyrirtækisins í leit að nýjum fjárfestum, bæði hér heima og erlendis, en vildi ekki svara því hversu mikil fjárþörfin væri. Daginn eftir að fréttin birtist var síðan öllu starfsfólki fyrirtækisins sagt upp störfum. „Þetta fyrirtæki var stofnað fyrir fjórum árum og það er búinn að vera erfiður og langur uppbyggingarfasi. Erfiðari og lengri en menn ætluðu sér og það er margt sem spilar þar inn í. Heimsmarkaðsverð á stáli er þar langstærsti þátturinn,“ sagði Daði í samtali við Fréttablaðið.
Tengdar fréttir Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. 1. febrúar 2017 07:00 Málmbræðsla þarf fjármagn og skuldar raforkureikninga Óvissa ríkir um rekstur GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendurnir leita að fjárfestum en fyrirtækið sætir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. 1. febrúar 2017 07:00
Málmbræðsla þarf fjármagn og skuldar raforkureikninga Óvissa ríkir um rekstur GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendurnir leita að fjárfestum en fyrirtækið sætir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar. 27. janúar 2017 07:00