Stjórnvöld verða að grípa inn í Svavar Hávarðsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að gripið verði til opinberra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Niðurstöður úr gagnabanka embættisins sýna að smituðum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum – einkum á það við um sárasótt og lekanda. Þórólfur hefur lagt til að samvinna velferðarráðuneytisins og sóttvarnalæknis við heilbrigðiskerfið, skólakerfið og ýmis grasrótarsamtök, eins og HIV-Ísland og Samtökin 78, verði aukin í þessu skyni. Eins að skipaður verði starfshópur til að gera tillögur um aðgerðir.Þórólfur segir margt koma til greina sem viðbrögð við stöðunni, og þau verði að beinast að þeim hópum þar sem aukningin kemur helst fram – hjá samkynhneigðum karlmönnum. „Það er ákveðin fræðsla sem þarf líka að fara af stað fyrir ungmenni. Hún er í gangi í skólum landsins, en það þarf að skerpa á því starfi. Þetta er þróun sem við sjáum í nálægum löndum, sem er nákvæmlega eins og hér,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé greinilegt að kynslóðirnar sem ekki muna óttann vegna HIV-faraldursins hegði sér samkvæmt því. Eins þurfi að tryggja hreinar nálar fyrir sprautufíkla og fjölga hraðgreiningarprófum og endurskipuleggja hvernig hægt er að nálgast fólk sem er smitað. Það sé athyglisvert að einstaklingar eru að greinast með alnæmi, sem er lokastig HIV-sjúkdómsins. „Það bendir til þess að margir einstaklingar geti verið lengi með sýkingu af völdum HIV án þess að hennar verði vart og er það áhyggjuefni. Við verðum að bregðast við þessu,“ segir Þórólfur en bætir við að allt kosti þetta peninga, mannafla og mikla vinnu. „Ég er að kalla eftir því að það verði farið ofan í alla þætti málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að gripið verði til opinberra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Niðurstöður úr gagnabanka embættisins sýna að smituðum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum – einkum á það við um sárasótt og lekanda. Þórólfur hefur lagt til að samvinna velferðarráðuneytisins og sóttvarnalæknis við heilbrigðiskerfið, skólakerfið og ýmis grasrótarsamtök, eins og HIV-Ísland og Samtökin 78, verði aukin í þessu skyni. Eins að skipaður verði starfshópur til að gera tillögur um aðgerðir.Þórólfur segir margt koma til greina sem viðbrögð við stöðunni, og þau verði að beinast að þeim hópum þar sem aukningin kemur helst fram – hjá samkynhneigðum karlmönnum. „Það er ákveðin fræðsla sem þarf líka að fara af stað fyrir ungmenni. Hún er í gangi í skólum landsins, en það þarf að skerpa á því starfi. Þetta er þróun sem við sjáum í nálægum löndum, sem er nákvæmlega eins og hér,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé greinilegt að kynslóðirnar sem ekki muna óttann vegna HIV-faraldursins hegði sér samkvæmt því. Eins þurfi að tryggja hreinar nálar fyrir sprautufíkla og fjölga hraðgreiningarprófum og endurskipuleggja hvernig hægt er að nálgast fólk sem er smitað. Það sé athyglisvert að einstaklingar eru að greinast með alnæmi, sem er lokastig HIV-sjúkdómsins. „Það bendir til þess að margir einstaklingar geti verið lengi með sýkingu af völdum HIV án þess að hennar verði vart og er það áhyggjuefni. Við verðum að bregðast við þessu,“ segir Þórólfur en bætir við að allt kosti þetta peninga, mannafla og mikla vinnu. „Ég er að kalla eftir því að það verði farið ofan í alla þætti málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira